Þann 31. október heimsækir Pawel Bartoszek formaður utanríkismálanefndar Alþingis Rótarýklúbb Seltjarnarness. Hann mun fjalla um það sem er efst á baugi í utanríkis- og alþjóðamálum. Að auki verða 3 nýir félagar teknir inn. Ég hvet alla til að fjölmenna á fundinn.
Umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, Sigríður Björk Gunnarsdóttir heimsækir Rótarýklúbb Seltjarnarness föstudaginn 14. nóvember
Jón Karl Ólafsson mun fjalla um flugrekstur á Íslandi og reifa hvort þörf sé á tveimur íslenskum flugfélögum þegar tugir erlendra flugfélaga fljúga áætlunarflug til og frá landinu og engin íslensk flugfélög hafa verið langlíf að Icelandair undanskildu.
Á fundinum sem er á vegum stjórnar verða niðurstöður kosninga til stjórnar fyrir starfsárið 2026-27 kynntar og fjallað um starfsárið sem er yfirstandandi. Farið verður yfir nýja könnun sem gerð var í haust hjá umdæminu um rótarýklúbba og fundi þeirra.