Rótarýfundur nr. 4 á starfsárinu. Fundarefni er á ábyrgð félagavalsnefndar - formaður Guðbrandur Sigurðsson.
Fyrirlesari Guðbrandur Sigurðsson og fjallar erindið um Ferdinand Piech sem lést þann 26. ágúst síðastliðin er sennilega sá einstaklingur sem hefur haft hvað mest áhrif á þróun bílaiðnaðarins á síðustu 40 árum. Ferdinand er barnabarn hins fræga bílahönnuðar Ferdinand Porsche. Á starfsferli sínum vann hann hjá Porsche, Audi og Volkswagen. Hann hafði mikil áhrif á þróun þeirra fyrirtækja sem hann vann hjá en sennilega hafði hann mest áhrif á VW sem hann breytti úr því að vera meðalstór bílaframleiðandi á heimsvísu sem átti í miklum rekstrarerfiðleikum í stærsta bílafyrirtæki heimsins og eitt af öflugustu iðnfyrirtækjum þess. Lífshlaup Ferdinands er merkilegt og samofið sögu VW en uppgangur þess fyrirtækis eftir stríðið er gott dæmi um þýska efnahagsundrið sem byggði á öflugri iðnframleiðslu, þýsku hugviti og útflutningi og er en grunnurinn að efnhagi Þjóðverja.
Þriggja mínútna erindið er í höndum Ásgerðar Halldórsdóttur.