Umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, Sigríður Björk Gunnarsdóttir heimsækir Rótarýklúbb Seltjarnarness föstudaginn 14. nóvember
Jón Karl Ólafsson mun fjalla um flugrekstur á Íslandi og reifa hvort þörf sé á tveimur íslenskum flugfélögum þegar tugir erlendra flugfélaga fljúga áætlunarflug til og frá landinu og engin íslensk flugfélög hafa verið langlíf að Icelandair undanskildu.
Sigurður E. Þorvaldsson læknir fjallar um Íslandsvininn Jean-baptiste charcot og strand ‚Pourquoi pas?‘ á Mýrum árið 1936
Á fundinum sem er á vegum stjórnar verða niðurstöður kosninga til stjórnar fyrir starfsárið 2026-27 kynntar og fjallað um starfsárið sem er yfirstandandi. Farið verður yfir nýja könnun sem gerð var í haust hjá umdæminu um rótarýklúbba og fundi þeirra.