Á fundinum 1. des. mun félagi okkar Björgvin Guðjónsson flytja starfsgreinaerindi sitt. Björgvin er búfræðingur, hefur rekið myndarlegt kúabú, en starfar nú sem fasteignasali og rekur eigin fasteignasölu, Eignatorg.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, mun taka á móti okkur. Hún býr á Seltjarnarnesi. Sigríður Margrét mun segja okkur frá sjálfri sér og verkefnum sínum hjá SA, m.a. áskorunum í komandi kjaraviðræðum. Klúbbfélagar eru hvattir til að taka með sér gesti og maka. Þetta verður ábyggilega ...
Jólafundur hjá Rótarýklúbb Seltjarness með jólahugvekju, tónlist og góðum mat. Makar og ættingjar mæta á fundinn að vanda.
Margrét Hrönn er virk í fornleifarannsóknum og hefur unnið að fornleifarannsóknum á Seltjarnarnesi. Hún er vel að sér um notkun nútímatækni eins og dróna-myndavéla við rannsóknir á þessu sviði.