Rótarýklúbbur Seltjarnarness

Í rótarýklúbbi Seltjarnarness eru um 60 félagar, konur og karlar. Fundir eru haldnir vikulega í Héðinn Kitchen & Bar að Seljavegi 2 í Reykjavík á föstudögum þar sem klúbbmeðlimir og gestir koma saman til að borða, hlusta á áhugaverð erindi og spjalla saman. Fundirnir hefjast kl. 12:10 og standa til kl. 13:10.

Rótarýklúbbur Seltjarnarnes styrkir margvísleg málefni tengd bæjarfélaginu, ungmennastarfi og Rótarýsjóðnum. Einnig hafa meðlimir klúbbsins hafa haft veg og vanda að uppbyggingu Albertsbúðar í Gróttu og bryggjunnar þar.

Albertsbúð í Gróttu, klúbbhús Rótarýklúbbs Seltjarnarness