Stóri plokkdagurinn er um allt land sunnudaginn 30 apríl. Rótarýklúbbur Seltjarnarness ætlar að taka þátt í honum og plokka í Gróttu og nágrenni.
Þeir sem vilja taka þátt í plokkinu með okkar mæta í Albertsbúð út í Gróttu. Við verðum mætt kl. 10:00 og plokkum til 12:00.
Rótarýklúbburinn á og viðheldur húsi í Gróttu sem heitir Albertsbúð. Þar verður heitt á könnunni og hægt er að komast á salerni. Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir formaður Gróttunefndar Rótarýklúbbsins verður á staðnum og leiðbeinir fólki hvar er best að plokka og útdeilir stórum plastpokum og einnota gúmmíhönskum fyrir þá sem vilja slíkt.
Þetta er síðasta tækifæri fyrir okkur til að fara í Gróttu fyrir sumarið því hún verður lokuð fyrir umferð frá 1. maí.
Okkur hlakkar til að njóta samveru með ykkur, plokka og fá okkur kaffi með ykkur í náttúruperlunni Gróttu. Hvetjum fólk jafnframt til að plokka í ykkar nágrenni.
Gleðilegan plokkdag 2023!
https://plokk.is/stori-plokkdagurinn/
P.s. við hvetjum fólk til að taka myndir í plokkinu og deila á Facebook síðu klúbbsins
https://www.facebook.com/Rotaryklubbur.Seltjarnarness