Spánarferð rótarýklúbbs Seltjarnarness

sunnudagur, 1. júní 2025
Félagar úr rótarýklúbbi Seltjarnarness fóru í vel heppnaða ferð til Norður-Spánar í byrjun júní 2025. Ferðin var á vegum Niko travel og var Goði Sveinsson rótarýfélagi fararstjóri. Klúbburinn ferðaðist um Norður-Spán, gistu á Paradores hótelum og heimsóttu fjölmarga áhugaverða staði, s.s. slóðir pílagríma á Jakobsveginum, borgir og bæi eins og Bilbao, San Sebastian, Burgos og Santo Domingo de la Calzada. Einnig voru áhugaverðar vínekrur heimsóttar s.s.  Marques de Riscal og Baigorri og farið á Guggenheim safnið.  

Félagar úr rótarýklúbbi Seltjarnarness á Norður Spáni, júní 2025