Alþjóðlegir friðarstyrkir Rótarý

föstudagur, 27. mars 2020

Reynir Erlingsson

Rótarýsjóðurinn, Rotary Foundation mun veita allt að 50 styrki til tveggja ára meistaranáms í friðarfræðum skólaárin 2021-2023. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum.



 

Fanney Karlsdóttir, sem var við nám við Brisben segir: „Styrkurinn veitti mér ógleymanlegt tækifæri til að vera í góðu námi með fjölbreyttum hópi fólks sem myndaði gott tengslanet. Styrkurinn var veglegur og að auki bættist við gestrisni Rótarýfélaga sem ég og maðurinn minn áttum ekki orð yfir“.


Nánari upplýsingar um námið, háskólana, umsóknarskilmála og umsóknareyðublað er að finna hér.

Facebook síða

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2020.