Skiptinemastarf Rótarý á Íslandi 2024-2025

mánudagur, 2. október 2023

Æskulýðsnefnd Rótarý á Íslandi

Einn áhrifamesti þáttur alþjóðaþjónustu Rótarýhreyfingarinnar eru nemendaskipti sem standa til boða börnum rótarýfélaga jafnt sem öðrum. Starf þetta lagðist niður vegna heimsfaraldursins en nú tökum við upp þráðinn þaðan sem frá var horfið með kynningu á þeim skiptimöguleikum sem við ætlum að bjóða uppá.

Skiptinemar til eins árs.

Skiptinemar þurfa að vera orðnir 16 ára en ekki eldri en 18 1/2 árs þann 1. september árið sem dvölin erlendis hefst.

Skiptinemarnir dveljast eitt skólaár í gestgjafalandinu á heimilum rótarýmannna eða á öðrum heimilum sem rótarýmenn velja.

Á heimsvísu fara árlega yfir 8.000 ungmenni sem skiptinemar á vegum Rótarýhreyfingarinnar og dvelja í yfir 100 löndum.

Ætlast er til að skiptin séu gagnkvæm þannig að þeir klúbbar sem senda nemendur utan taki á móti jafnmörgum í staðinn.

  • Aldur 16 til 19 ára
  • Dvölin er 10-12 mánuðir (eitt skólaár) á 1 til 4 heimilum
  • Gagnkvæm skipti milli Rótarýklúbba
Umsóknarfrestur fyrir árs skiptinám er til 1. desember ár hvert


Ungmennaskipti 3-6 vikur

Eitt tilboð hefur borist um sumarskipti (family to family) þar sem ungmenni frá Íslandi dvelst í 3-6 vikur á heimili jafnaldra af sama kyni erlendis og síðan kemur erlendi unglingurinn til jafn langrar dvalar á Íslandi.

Fyrirspurnin sem við höfum fengið eru frá stúlku í Brasilíu sem er fædd 2007. Hún býr í bænum Regendte Feijó (20 þús. íbúar). Af því að hún er í sumarfríi í desember og janúar kæmi hún hingað í kringum jól og áramót í u.þ.b. 5 vikur, en okkar kandídat færi til hennar fjölskyldu sumarið 2024. Endilega hafið samband við æskulýðsnefnd umdæmisins ef þið eruð með kandídat sem hefur áhuga á þessu í gegnum ykkar klúbba.


Nánari upplýsingar.

Hægt er að hafa samband beint við æskulýðsnefnd umdæmisins með því að senda tölvupóst á youth@rotary.is eða í síma 856 5909, Klara Lísa.

Rótarýklúbbar í kringum landið eru nú að dreifa plakötum í grunnskóla og framhaldsskóla þar sem eru linkar í frekari upplýsingar um skiptinámið.  Þar er vísað á Tiktok síðu okkar og vefsíðu með frekari upplýsingum.

Kynning á ársskiptinámi Rótarý

Plakatið fyrir Rótarý ársskiptinám

Plakat fyrir grunnskóla og framhaldsskóla