Styrkjum Rótarýsjóðinn og verkefni tengd hamförum

mánudagur, 13. febrúar 2023

Gunnar Guðmundsson forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness

Ágætu Rótarýfélagar

Eins og fram kom í erindi Garðars Eiríksssonar um Rótarýsjóðainn á fundi klúbbsins s.l. föstudag geta klúbbfélagar stutt hjálparstarf Rótarýhreyfingarinnar vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi, en slóðin er: https://rotary2430.org.tr/deprem-bagisi

 Þá er einnig hægt að styðja við Shelterbox sem Garðar minntist á (tjöld og lífsbjargarbúnaður sem safnað er í samvinnu við Rótarýhreyfinguna)   Emergency Disaster Relief - ShelterBox     https://shelterbox.org

Rétt að geta þess að við stefnum að því að framlag hvers félaga til Rotarýsjóðsins sé um 100 dollara árlega. Þetta er því ágætis tækifæri til að velja gott verkefni til stuðnings góðu málefni.

Garðar Eiríksson fyrrverandi umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi