Öruggt skjól á Seltjarnarnesi

föstudagur, 15. nóvember 2019 12:00-13:00, Félagsheimili Seltjarnarness Suðurströnd 8 170 Seltjarnarnes
Rótarýfundur nr. 12 á starfsárinu. Fundarefni er á ábyrgð Þjóðmálanefndar - formaður Siv Friðleifsdóttir.

Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í málefnum flóttamanna hjá félagsmálaráðuneytinu flytur erindið „Öruggt skjól á Seltjarnarnesi“

Erindið fjallar um málefni flóttamanna almennt sem og komu fjögurra flóttamanna til Seltjarnarness sl. september. 


Þriggja mínútna erindi heldur Siv Friðleifsdóttir.