Dagskrá 8. fundar starfsársins er í höndum Skemmtinefndar.
Á tímum COVID er fátt skemmtilegra en að fylgjast með fréttum um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Forsetakosningarnar fara þar fram 3.nóvember og er mjótt á mununum milli frambjóðenda.
Á rótarýfundinum 5.nóvember verður vonandi komin niðurstaða úr kjörinu, en þó er nokkur óvissa um hvort aðilar muni una niðurstöðunni.
Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands kemur til okkar á zoom fund og ætlar að ræða við okkur um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, aðdraganda og afleiðingar.
Hér er hægt að komast á fundinn Eftirleikur kosninga í Bandaríkjunum
Þórdís SIgurðardóttir mun flytja þriggja mínútna erindi.