Staða sjókvíaeldis og uppbygging Arnarlax á Bíldudal

föstudagur, 17. febrúar 2023 12:15-13:15, Héðinn Kichen og Bar, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Ísland

Fundar á föstudögum yfir vetrartímann kl 12:10 - 13:10 á veitingastaðnum Mýrin eða Albertsbúð í Gróttu. Fyrirtækjaheimsóknir oft


Vefsíða: http://www.hedinnrestaurant.is
Fyrirlesari(ar):

  Kjartan Ólafsson, stjórnarformann Arnarlax.  


Skipuleggjendur:
  • Gunnar Guðmundsson
  • Hjörtur Grétarsson
  • Skúli Ólafsson

Félagavalsnefnd hefur fengið Kjartan Ólafsson, stjórnarformann Arnarlax til að mæta á fundinn okkar næsta föstudag þann 17. febrúar 2023.

 

Eitt af stórum málunum í síðustu viku var skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu fiskeldismála þar sem komu fram ýmsar ábendingar. Kjartan sem bjó um árabil í Noregi þekkir laxeldið og þá sérstaklega sjókvíaeldið betur en flestir. Hann mun gefa okkur innsýn inn í stöðu sjókvíaeldis og segja okkur frá því uppbyggingarstarfi sem hefur átt sér stað hjá Arnarlaxi á Bíldudal síðustu ár. Rekstur Arnarlax var frábær á síðasta ári og velti félagið um 35 milljörðum króna og skilaði um 15 milljarðar króna EBITDA-hagnaði.

 

Kjartan Ólafsson er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum í Tromsö. Hann vann hjá Íslandsbanka í sjávarútvegstengdum verkefnum heima og erlendis og stofnaði árið 2009 Markó Partners sem er verðbréfa- og fyrirtækjaráðgjöf á sviði sjávarútvegs og fiskeldis sem hefur verið hans aðalstarf síðan þá. Kjartan hefur verið stjórnaformaður Arnarlax á Bíldudal frá árinu 2014.

Arnarlax Bíldudal


Skráning

Skráningarfrestur er liðinn