Ástin og lífið í sendibréfum frá nítjándu öld
föstudagur, 18. október 2024 12:10-13:10, Mýrin, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Ísland
Fundar á föstudögum yfir vetrartímann kl 12:10 - 13:10 á veitingastaðnum Mýrin eða Albertsbúð í Gróttu. Fyrirtækjaheimsóknir oft
Vefsíða: https://myrinbrasserie.is/
Fyrirlesari(ar): Erla Hulda Halldórsdóttir er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
Skipuleggjendur:
Erindi fyrir Rótarýklúbb Seltjarnarness, 18. október 2024
Erla Hulda Halldórsdóttir: Ástin og lífið í sendibréfum frá nítjándu öld
Í erindinu verður fjallað um sendibréf, kosti þeirra og galla sem sagnfræðilegrar heimildar, og hvernig ég hef nýtt þau við rannsóknir mínar á lífi fólks á fyrstu áratugum nítjándu aldar. Í því samhengi verður rætt stuttlega um ástarbréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur, unnustunnar sem hann sveik í tryggðum fyrir danska fegurðardís. Megináherslan verður þó lögð á bréf Sigríðar Pálsdóttur sem skrifaði bróður sínum 250 bréf í meira en hálfa öld, eða allt frá því hún var níu ára gömul til þess hún dó tæplega 62 ára árið 1871. Þessi bréf, sem fjalla um hið hversdagslega, lífið, dauðann og ástina, eru kjarninn í ævisögu hennar, sem kemur út í lok mánaðar.
Erla Hulda Halldórsdóttir er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún er sérfræðingur í kvenna- og kynjasögu á nítjándu og tuttugustu öld. Erla Hulda hefur birt fjölda greina um rannsóknir sínar hér á landi og erlendis. Árið 2020 kom út bókin Konur sem kjósa. Aldarsaga (2020), sem hún skrifaði ásamt þremur öðrum fræðikonum. Á síðasta ári kom út bók hennar Ég er þinn elskari. Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825–1832 og á næstu vikum er væntanleg bók hennar Strá fyrir straumi. Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1809–1871.
Erla Hulda Halldórsdóttir er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
Skráning
Skráningarfrestur er liðinn