Hátt til lofts og vítt til veggja: Biskupstíð Sigurgeirs Sigurðssonar 1939 til 1953
föstudagur, 11. október 2024 12:10-13:10, Mýrin, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Ísland
Fundar á föstudögum yfir vetrartímann kl 12:10 - 13:10 á veitingastaðnum Mýrin eða Albertsbúð í Gróttu. Fyrirtækjaheimsóknir oft
Vefsíða: https://myrinbrasserie.is/
Fyrirlesari(ar): Sr. Skúli Ólafsson
Skipuleggjendur:
Félagi okkar Sr. Skúli flytur fyrirlestur sem hefur yfirskriftin er: Hátt til lofts og vítt til veggja: Biskupstíð Sigurgeirs Sigurðssonar 1939 til 1953.
Óhætt er að segja að biskupstíð Sigurgeirs hafi einkennst af róttækum breytingum bæði innanlands og í hinu alþjóðlega samhengi. Heimsstyrjaldarárin mótuðu mjög störf hans en hann var í nánum tengslum við yfirmenn hersins hér á Íslandi og í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar ræddi hann við ráðamenn vestanhafs. Sigurgeir var „hraðskilnaðarmaður“ og barðist fyrir því að Ísland segði skilið við Danaveldi við litlar vinsældir dönsku krúnunnar.
Á Þingvöllum við lýðveldisstofnun þann 17. júní árið 1944.
Skráning
Skráningarfrestur er liðinn