Rótarýfundur nr. 36 á starfsárinu. Fundarefni er á ábyrgð Rótarýsjóðsnefndar og er Gunnlaugur A. Jónsson formaður hennar. Ræðumaður er Stefán Einar Stefánsson. Hann mun flytja erindi um nýútkomna bók sína, sem heitir: WOW - Ris og fall flugfélags. Á fundinn munu koma tveir fyrirmyndarnemendur úr Grunnskóla Seltjarnarness, ásamt aðstandendum og kennurum. Klúbburinn mun færa þeim bókargjöf. Þriggja mínútna erindi fellur niður.