Efnahagsstefna Trump: Orsakir og afleiðingar

föstudagur, 3. október 2025 12:10-13:10, Grandi restaurant and bar, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Ísland

Fundar á föstudögum yfir vetrartímann kl 12:10 - 13:10 á veitingastaðnum Grandi eða Albertsbúð í Gróttu. Fyrirtækjaheimsóknir of


Vefsíða: http://grandirestaurant.is
Fyrirlesari(ar):

Fyrirlesari á rótarýfundi 3. október verður Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur. 


Skipuleggjendur:
  • Þórdís Sigurðardóttir

Fyrirlesari rótarýfundar 3. október verður Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur.

Undanfarna hálfa öld hafa átt sér stað miklar, en hljóðlátar, breytingar í bandarísku þjóðlífi sem snúa að því hvernig verðmæti er skapað og því skipt á milli fyrirtækja og vinnandi fólks. Ójafnvægi á milli þessara atriða leiddi til síendurtekinna fjármálaáfalla sem náðu hámarki í kreppunni 2008. Áhrifanna gætti alþjóðlega, en sérstaklega á Íslandi. Í kjölfarið braust út uppsöfnuð óánægja í samfélaginu, sem skilaði sér í kjöri Donald Trump árið 2016 og aftur árið 2024.

Þorsteinn mun rekja þessa þróun, kynna kenningar Ravi Batra sem varpa nýju ljósi á vandann og ræða efnahagsstefnu Trump sem svör við ástandinu. Að lokum mun hann velta upp spurningunni: Hvert stefnum við héðan? 

Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur


Skráning

Skráningarfrestur er liðinn