Rótarýfundur í Moskvu

mánudagur, 29. apríl 2019 18:00-18:15, Embættisbústaður sendiherrahjóna í Moskvu
Aukafundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness sem haldinn var í Moskvu í ferð sem 16 félagar úr klúbbnum fóru í ásamt mökum og tveimur gestum.  Var fundurinn haldinn í embættisbústað sendiherrahjónanna, þeirra Berglindar Ásgeirsdóttur, sendiherra og Finnboga Jónssonar.  Á fundinum voru auk rótarýfélaga og gesta nokkrir gestir sem sendiherra hafði boðið sérstaklega að þessu tilefni.