Félagi okkar Katla Kristvinsdóttir mun blanda saman starfsgreinaerindi sínu og frásögn með myndum af ferð sinni og göngu á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku
Hjörtur J Guðmundsson, alþjóðastjórnmálafræðingur kemur á fund klúbbsins 14. mars 2025 og flytur þar erindi sem hann nefnir Víðtæk fríverzlun í stað EES. Þessi fundur er í umsjón Alþjóðanefndar.
Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar heldur fyrirlestur sem hann nefnir "Er til orka í hagvöxtinn?". Sævar er viðskiptafræðingur og fv forstjóri Símans, 365 miðla og bæjarstjóri á Akranesi. Hann hefur verið forstjóri Orkuveitunnar (ON) frá apríl 2023.
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindadeild mun ræða um áhugavert efni á rannsóknasviði sínu: TENGSL BYGGÐAMYNSTURS OG NÁTTÚRUFARS á 18. öld.
Athugið, vegna forfalla breytist fundarefni. Terry Gunnel þjóðháttafræðingur og kennari í Háskólanum mun flytja erindi um Þorrann. Fundurinn er frá kl. 12.10 til kl. 13.15 og á boðstólnum verður þorramatur.
Nafn Guðbrands biskups er í margra huga tengt fyrstu útgáfu Biblíunnar hérlendis árið 1584 og tölum við gjarnan um „Guðbrandsbiblíu“ í því sambandi. Guðbrandur var afar áhrifamikill þegar kom að því að móta kirkjulega stjórnsýslu og afmarka skilin á milli veraldlegs valds og kirkjuvaldsins. Hann sa...
Rúnar Helgi mun fjalla um og lesa úr nýkominni bók sinni, Þú ringlaði karlmaður. Tilraun til kerfisuppfærslu. Bókina skrifaði hann til að skoða sig sem karlmann og breytta stöðu karlmanna í samfélaginu.
Gleðilegt ár kæru félagar. Á fundinn föstudaginn 10. janúar kemur Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur og eigandi Uglu útgáfu. Hann mun fjalla um merkilegan þátt í atvinnusögu Seltjarnarness, Ísbjörninn. Jakob hefur nýlega sent frá sér bók um frumkvöðulinn Ingvar Vilhjálmsson. Fundurinn er á vegum sö...
Jólafundur hjá Rótarýklúbb Seltjarness með jólahugvekju, tónlist og góðum mat. Við bjóðum mökum og ættingjum á fundinn að vanda. Verð á jólamatnum er 7.500 kr/mann en 3.750 kr fyrir börn undir 13 ára aldri. Hægt er að panta ýmis konar drykki með matnum, m.a. bjór og léttvín, en það þarf að greið...
Albert Jónsson, sendiherra mætir á fund okkar 13. desember n.k. og flytjur erindi um stöðu alþjóðamála. Alþjóðanefnd sér um þennan fund.
Á fundi okkar 6. desember verður niðurstaða stjórnarkjörs kynnt. Fyrirlesari dagsins verður Óttar Guðmundsson geðlæknir og mun hann spjalla við okkur um efni að eigin vali.
Fyrirlesari okkar er Elva Ósk Wiium er lögmaður og eigandi á Lagastoð lögfræðiþjónustu. Hún er stjórnarformaður Lagastoðar og stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum. Hún hefur víðtæka reynslu í lögmannsstörfum og eitt hennar sérsviða er erfðaréttur.Í erindi hennar mun hún fjalla um gerð erfðaskrá...
Á fundinn 22.nóv, sem er í umsjá skemmtinefndar, mætir Bjarni Bessason prófessor við Verkfræðideild HÍ. Hann heldur fyrirlestur sem hann kýs að nefna „Jarðskjálftavá og jarðskjálftaáhætta á Höfuðborgarsvæðinu“. Bjarni er byggingaverkfræðingur og hefur sérhæft sig m.a. í burðarþoli bygginga og brúa...
Fyrirlesari, þann 15. nóvemberð næstkomandi verður Helgi Sigurðsson prófessor emeritus og fyrrum yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala. Fundarefni verður: Læknisfræði, þróun og sjúkdómar.
Fundurinn okkar 8.nov er á vegum rótarýfræðslunefndar. „Ræðumaður dagsins verður félagi okkar Þórleifur Jónsson og ætlar að ræða um ferðir klúbbsins til útlanda allt frá því fyrsta ferðin var farin til Prag í mars 2001 á 30 ára afmæli klúbbsins. Erindi sitt nefnir Þórleifur „Utanlandsferðir Rót...
Fundurinn verður í Albertsbúð í Gróttu og verður Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari, danshöfundur og þverfaglegur listamaður, Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2024. Hér má sjá frétt um hana:https://www.seltjarnarnes.is/is/ibuar/frettir/baejarlistamadur-seltjarnarness-2024
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og flytur erindi sem hún nefnir „Hugleiðingar um horfur á vinnumarkaði“.
Erindi fyrir Rótarýklúbb Seltjarnarness, 18. október 2024 Erla Hulda Halldórsdóttir: Ástin og lífið í sendibréfum frá nítjándu öld Í erindinu verður fjallað um sendibréf, kosti þeirra og galla sem sagnfræðilegrar heimildar, og hvernig ég hef nýtt þau við rannsóknir mínar á lífi fólks á fyrstu á...
Félagi okkar Sr. Skúli flytur fyrirlestur sem hefur yfirskriftin er: Hátt til lofts og vítt til veggja: Biskupstíð Sigurgeirs Sigurðssonar 1939 til 1953. Óhætt er að segja að biskupstíð Sigurgeirs hafi einkennst af róttækum breytingum bæði innanlands og í hinu alþjóðlega samhengi. Heimsstyrjaldar...
Gestur okkar er Þóra Ásgeirsdóttir sem er deildarstjóri almannavarna hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í fyrirlestri sínum mun Þóra fjalla almennt um almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu.Fundurinn er í höndum Klúbbnefndar. Á fundinum mun einnig Evelyne Mukami frá Rotary Club Waridi í Kenya kom...
Erlendur Magnússon mun reyfa niðurstöður nýlegrar bókar Jonathan Haidt, The Anxious Generation, þar sem m.a. er sýnt fram á skaðsemi samfélagsmiðla og snjalltækja á geðheilsu, félagsfærni og nám barna og unglinga og hins vegar draga saman niðurstöður úr ólíkum áttum um ávinning þess að seinka byrjun...
Jón Karl Ólafsson umdæmisstjóri Rótarý Íslands 2024 - 2025 fer yfir áherslur starfsársins og fræðir fundarmenn um það sem er efst á baugi í Rótarýhreyfingunni.
Hilmar Thors forseti Rótarýklúbbs Seltjarness 2024 - 2025 fer yfir starfsáætlun klúbbsins á komandi vetri og klúbbstarfið verður rætt. Þriggja mín erindi verður í höndum Þórdísar Sigurðardóttur
Mánudaginn 17. júní kl. 11 verður hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju sem félagar í Rótarýklúbbs Seltjarnarness sjá alfarið um. Félagi okkar dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur, mun flytja prédikun. Rótarýfélagar munu lesa ritningarlestar og eftir guðsþjónustuna verður veglegt hátíðarmessukaf...
Stjórnarskiptafundur. Forseti klúbbsins flytur skýrslu um starsemi klúbbsins á árinu, ársreikningur síðasta starfsárs (2022-2023) verður lagður fram, og opnar umræður verða um klúbbstarfið. Í lok fundar mun Hilmar Thors taka við sem forseti klúbbsins og ný stjórn mun síðan undirbúa nýtt starfsár s...
Dr. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju, flytur erindi um Gerði Helgadóttur listakonu (1928 til 1975).
Svana Helen Björnsdóttir, forseti klúbbsins flytur erindi um byggingar- og myglurannsóknir á Íslandi til þessa dags. Hún mun fjalla um starfsemi Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins þar til hún var lögð niður 1. júlí 2021. Haraldur Ólafsson mun flytja 3ja mín. erindi á fundinum
Á fundinn kemur Dr. Mitra Hedman, arkitekt og rótarýfélagi, sem búsett hefur verið á Seltjarnarnesi sl. 2 ár. Dr. Mitra Hedman mun fjalla um mjög nýstárlegum rannsóknir sínar og hugmundir um „grænar“ byggingar sem byggðar eru úr úrgangsplasti sem meðhöndlað hefur verið á sérstakan hátt þannig að þ...
Margrét Jónsdóttir er viðskiptafræðingur (Cand. oecon.) með mastergráðu í reikningshaldi og endurskoðun (M.Acc.) og mun hún mun flytja starfsgreinaerindi sitt.
Aðalfyrirlesari verður Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, sem mun segja frá starfsemi Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk a...
Goði Sveinsson mun kynna fyrirhugaða utanlandsferð klúbbsins vorið 2025. Ferðast verður um Norður-Spán og Baskalöndin fjallað verður um ferðina í máli og myndum. Endilega taka væntanlega ferðafélaga með sem gesti.
Margrét Hrönn er virk í fornleifarannsóknum og hefur unnið að fornleifarannsóknum á Seltjarnarnesi. Hún er vel að sér um notkun nútímatækni eins og dróna-myndavéla við rannsóknir á þessu sviði.