Garðar mun fræða okkur um Rótarýsjóðinn almennt en segir ennfremur frá nýlegum verkefnum Rótarýsjóðsnefndarinnar og sýnir okkur fjölmargar myndir frá þeim.
Félagavalsnefnd hefur fengið Kjartan Ólafsson, stjórnarformann Arnarlax til að mæta á fundinn okkar næsta föstudag þann 17. febrúar 2023. Eitt af stórum málunum í síðustu viku var skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu fiskeldismála þar sem komu fram ýmsar ábendingar. Kjartan sem bjó um árabil...
Páll Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar mun ræða um helstu verkefni og áskoranir stofnunarinnar.
Hjörtur Grétarsson Rótarýklúbbi Seltjarnarness fjallar um árs heimferðalag hans og Helgu Jóhannesdóttur eiginkonu hans sem farið var 3 janúar 2022 til 22 desember2022. Ferðin hófst þegar heimsfaraldur Covid stóð hvað hæðst í heiminum. Ferðast var um Ameríku og Ástralíu með sumarstoppi í Evrópu....
Fundað verðir í Albertsbúð, aðstöðu Rótarýklúbbs Seltjarnarness í Gróttu í hádeginu 10 mars. Ræðumaður verður Halldór Blöndal fyrrverandi alþingismaður sem er fjölfróður maður og þekktur fyrir sinn vísnafróðleik.
Ólafur Ísleifsson hefur átt viðburðaríka starfsævi og mun halda starfsgreinaerindi sitt á fundi hjá okkur 17 mars.
Rótarýklúbbur Seltjarnarness fer í vel skipulagða ferð sem verður dagana 18 - 26 mars. Farið verður um alla helstu helgistaði landsins, byrjað í Tel aviv og gist við Galíleuvatn og Jerúsalem.
Þann 31. mars verður klúbburinn með fyrirtækjaheimsókn til Hoobla/Akademias, Borgartúni 23, sem er nýsköpunarfyrirtæki og markmið þess er að verða leiðandi netvangur á Íslandi fyrir sérfræðinga í sérverkefnum. Hoobla er netvangur sem styður við og hjálpar sérfræðingum að finna verkefni og fyrirtæk...
Þór Þorláksson fer yfir afar vel heppnaða Ísraelsferð klúbbsins dagana 18 - 26 mars 2023. 41 félagi og gestir tóku þátt í ferðinni. Flestir helstu sögustaðir svæðisins voru skoðaðir með leiðsögn. Sögulegir tímar eru á svæðinu, eins og verið hafa í 3.500 ár.
Næsti fundur klúbbsins verður n.k. föstudag þann 28. apríl á veitingastaðnum Héðinn Kitchen & Bar. Ræðumaður verður Vilhjálmur Bjarnason sem mun halda erindi sem ber heitið Ósjálfbært bankakerfi og heimilisböl.
Stóri plokkdagurinn er um allt land sunnudaginn 30 apríl. Rótarýklúbbur Seltjarnarness ætlar að taka þátt í honum og plokka í Gróttu og nágrenni. Þeir sem vilja taka þátt í plokkinu með okkar mæta í Albertsbúð út í Gróttu. Við verðum mætt kl. 10:00 og plokkum til 12:00. Rótarýklúbburinn á og vi...
Á fundinum föstudaginn þann 5. maí n.k. mun Þórarinn Sveinsson verkfræðingur flytja erindi sem ber heitið Kárahnjúkavirkjun.
Hafsteinn Einarsson lektor við HÍ fjallar um gervigreind.Mynd með fundarboði gerð af gervigreind. "Hafsteinn Einarsson lektor at University of Iceland surrounded by AI tool icons infront of Harpa the Icelandic music hall"
Ingibjörg fjallar um upplifun sína af starfi í Rótarýhreyfingunni. Hún er meðal fyrstu kvennanna í Rótarýklúbbi Seltjarnarness (2001) og var mjög virk frá byrjun, gegndi enda flestum embættum klúbbsins mjög fljótt.
Síðasti klúbbfundur þessa starfsárs verður n.k. föstudag þann 2. júní n.k. sem er stjórnarskiptafundur þar sem forseti fer yfir skýrslu stjórnar og nefnda á liðnu starfsári. Ennfremur verða verðlaunafhendingar til tveggja fyrirmyndarnemenda Valhúsaskóla. Í lok fundar tekur viðtakandi forseti, Svan...
Athygli er vakin á hinni hefðbundnu Rótarýmessu sem verður í Seltjarnarnesskirkju kl. 11.00 laugardaginn þann 17. júní. Gunnar Guðmundsson fráfarandi forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness flytur hátíðarræðu og félagar lesa ritningagreinar. Kaffiveitingar að lokinni messu að venju í boði klúbbsins. ...
Stóri tiltektardagurinn í Gróttu 30 apríl 2023
Börkur Thoroddsen tannlæknir og Rótarýfélagi á Seltjarnarnesi mun í framhaldi af þriggja mín erindi um tannlæknakvíða fjalla um minningar frá ferð klúbbsins til vesturheims 2004. Hann mun einnig fjalla Káinn - Kristján Níels Júlíus Jónsson, en leiði hans var heimsótt og fékk hann sopa frá klúbbnum...
Gestur og fyrirlesari dagsins er Yngvi örn Kristinsson hagfræðingur. Hann mun tala um skuldir og lán í íslensku hagkerfi: Er enn einu sinni komin krísa? Það er skjal- og kynningarnefnd klúbbsins sem sér um fundinn.Formaður er Kristrún Heimisdóttir.
Anna Margrét Kornelíusdóttir verkefnastjóri hjá Íslenskri Nýorku og Grænni orku kynnir fyrir okkur LIVE verkefni um orkuskipti sveitafélaga. "Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET) ". Verkefnið hefur nýlega fengið stórann Evrópustyrk.
Dr. Eirík Örn Arnarson sálfræðing og Seltirning mun fjalla um svefn, gæði svefns og svefnrannsóknir. Enginn mun dotta undir þessum fyrirlestri hans :-)
Ólöf Dögg Sigvaldadóttir deildarstjóri í Utanríkisráðuneytinu flytur starfsgreinaerindi.
Gullfoss í augum unglings verður umfjöllunarefni Hilmars Snorrasonar skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna.
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur og lögfræðingur að mennt. Hann starfar sem kennari við Verzlunarskóla Íslands og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Samhliða kennslu leggur hann stund á rannsóknir og ritstörf. Um þessar mundir vinnur hann að doktorsritgerð á sviði lögfræði og sagnfræði.
Hvernig getum við lagt okkar af mörkum til að bæta samfélagið? Litlir hlutir skapa stóra sigra.Fyrirlestur Þorgríms mun fjalla um hversu mikilvægt það er að hlúa að æsku landsins, með öllum tiltækum ráðum svo að hún hafi sjálfstraust til að takast á við lífið þegar út í alvöruna er komið. Kannarnir...
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands fjallar um Gaza svæðið og bakgrunn þeirra stríðsátaka sem þar standa yfir um þessar mundir.
Ómar flytur stefnuræðu sína sem umdæmisstjóri.
Á fundinum 1. des. mun félagi okkar Björgvin Guðjónsson flytja starfsgreinaerindi sitt. Björgvin er búfræðingur, hefur rekið myndarlegt kúabú, en starfar nú sem fasteignasali og rekur eigin fasteignasölu, Eignatorg.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, mun taka á móti okkur. Hún býr á Seltjarnarnesi. Sigríður Margrét mun segja okkur frá sjálfri sér og verkefnum sínum hjá SA, m.a. áskorunum í komandi kjaraviðræðum. Klúbbfélagar eru hvattir til að taka með sér gesti og maka. Þetta verður ábyggilega ...
Jólafundur hjá Rótarýklúbb Seltjarness með jólahugvekju, tónlist og góðum mat. Við bjóðum mökum og ættingjum á fundinn að vanda. Verð á jólamatnum er 7.500 kr/mann. Hægt er að panta ýmis konar drykki með matnum, m.a. bjór og léttvín, en það þarf að greiða sérstaklega fyrir slíka drykki.
Efni fundarins er í höndum sögu- og kynningarnefndar sem hefur fengið Hrefnu Kristmannsdóttur, félaga okkar, til að segja frá uppbyggingu hitaveitu Seltjarnarness. Hrefna er hefur starfað lengi sem vísindamaður og ráðgjafi Seltjarnarnesbæjar í heitaveitumálum og hefur frá mörgu merkilegu að segja ...
Á fundinum mun Halla Helgadóttir flytja erindi um starfsemi fyrirtækisins Sidekick. Halla Helgadóttir er Seltirningur og gegnir stöðunni VP of Clinical Innovation hjá Sidekick.Sidekick Health er frumkvöðlafyrirtæki á sviði stafrænnar heilbrigðisþjónustu, stofnað af tveimur íslenskum læknum. Sidekic...
Þorrablót klúbbsins í Albertsbúð. Gróttunefndin hefur fengið Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðings og Seltirning til að flytja erindi á fundinum. Hann nefnir erindi sitt: Þorrablót og sagan. Flutningur verður á léttum nótum. Í stað 3ja mín. erindis verður sungið um Þorrann.
Dr. Bjarni Karlsson kemur og kynnir nýtúkomna bók sína sem ber titilinn „Bati frá Tilgangsleysi“. Í kynningu á bókinni segir: ,,Í þessari bók fléttast saman veraldleg og trúarleg hugsun. Fræði og sagnir mætast úr ólíkum áttum milli þess sem við prílum upp á baðstofuloftið hjá Bjarti í Sumarhúsum og...
Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis- og orkumála talar á fundi okkar þann 9. febrúar. Hann nefnir fyrirlestur sinn: Hver er staðan í grænorkumálum þjóðarinnar?
Kvöldverðarfundur í boði Verkfræðingafélags Íslands. Á fundinum verður boðið upp á kvöldverð, léttvín og bjór. Klúbbfélagar eru hvattir til að koma með maka sína og taka með gesti sem áhuga kunna að hafa á kynna sér klúbbinn og jafnvel ganga í klúbbinn. Það kostar ekkert að mæta á fundinn. Fundar...
Þorstein Magnússon sagnfræðingur fjallar um söguna á bakvið sætadrátt á Alþingi.
Til okkar kemur Grímur Atlason og fjallar um geðheilbrigðismál. Það er ferðanefnd klúbbsins sem sér um fundinn og Guðrún K. Ólafsdóttir mun flytja 3ja mín. erindi.
Hilmar Þór er með fróðari mönnum hérlendis um alþjóðamál, bæði sem prófessor og fræðimaður og einnig sem fyrrverandi starfsmaður Alþjóðabankans í Víetnam og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra.
Tryggvi Steinn Helgason flytur starfsgreinaerindi. Tryggvi er þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni. Við sleppum 3ja mín. erindi og gefum Tryggva í staðinn heldur meiri tíma.
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, kemur á fundinn og ræðir um bæjarmálin og svara spurningum fundarmanna. Fundurinn verður haldinn í Albertsbúð í Gróttu!
Margrét Hrönn er virk í fornleifarannsóknum og hefur unnið að fornleifarannsóknum á Seltjarnarnesi. Hún er vel að sér um notkun nútímatækni eins og dróna-myndavéla við rannsóknir á þessu sviði.
Goði Sveinsson mun kynna fyrirhugaða utanlandsferð klúbbsins vorið 2025. Ferðast verður um Norður-Spán og Baskalöndin fjallað verður um ferðina í máli og myndum. Endilega taka væntanlega ferðafélaga með sem gesti.
Aðalfyrirlesari verður Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, sem mun segja frá starfsemi Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk a...
Margrét Jónsdóttir er viðskiptafræðingur (Cand. oecon.) með mastergráðu í reikningshaldi og endurskoðun (M.Acc.) og mun hún mun flytja starfsgreinaerindi sitt.
Á fundinn kemur Dr. Mitra Hedman, arkitekt og rótarýfélagi, sem búsett hefur verið á Seltjarnarnesi sl. 2 ár. Dr. Mitra Hedman mun fjalla um mjög nýstárlegum rannsóknir sínar og hugmundir um „grænar“ byggingar sem byggðar eru úr úrgangsplasti sem meðhöndlað hefur verið á sérstakan hátt þannig að þ...
Svana Helen Björnsdóttir, forseti klúbbsins flytur erindi um byggingar- og myglurannsóknir á Íslandi til þessa dags. Hún mun fjalla um starfsemi Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins þar til hún var lögð niður 1. júlí 2021. Haraldur Ólafsson mun flytja 3ja mín. erindi á fundinum
Dr. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju, flytur erindi um Gerði Helgadóttur listakonu (1928 til 1975).
Stjórnarskiptafundur. Forseti klúbbsins flytur skýrslu um starsemi klúbbsins á árinu, ársreikningur síðasta starfsárs (2022-2023) verður lagður fram, og opnar umræður verða um klúbbstarfið. Í lok fundar mun Hilmar Thors taka við sem forseti klúbbsins og ný stjórn mun síðan undirbúa nýtt starfsár s...
Mánudaginn 17. júní kl. 11 verður hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju sem félagar í Rótarýklúbbs Seltjarnarness sjá alfarið um. Félagi okkar dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur, mun flytja prédikun. Rótarýfélagar munu lesa ritningarlestar og eftir guðsþjónustuna verður veglegt hátíðarmessukaf...